Plastumbúðir - breytingar
Ein sameiginleg birgðaskrá fyrir allar plastumbúðir
Frá og með 1. september skal sameina allar birgðir plastumbúða í einn flokk og ráðstafa úr viðeigandi flokkum. Það þýðir að þegar skilagrein fyrir plastumbúðir er gerð þarf að sækja upplýsingar um birgðir og inneign flutningsjöfnunar á síðustu skilagrein sem gerð var fyrir plastumbúðir. Gæta skal þess að nota upplýsingar af samþykktri skilagrein til að koma í veg fyrir villur.
Söfnun er skráð í söfnunarskilagrein nema ef um hreina farma er að ræða, þá má skrá beint í réttan flokk. Dæmi um slíkt er plastfilma sem kemur í hreinum förmum frá úrgangshöfum og blandast ekki við annað efni.
Þetta einfaldar þjónustuaðilum að skrá inn plastumbúðir sem gjarna eru af ýmsum toga þegar þær berast. T.d. eru sóttar heimilislegar umbúðir, filma og brúsar hjá einu fyrirtæki og þarf þá ekki að halda þeim aðskildum.
Varðandi blandaðar plastumbúðir frá heimilum þá er það undir þjónustuaðilum komið hvað þeir senda í þann farveg enda greiðir sjóðurinn aðeins fyrir það sem telst "heimilislegar" plastumbúðir að mati ráðstöfunaraðila.
Birgðahald plastumbúða verður þá sameiginlegt og virkar með þeim hætti sem sýnt er á myndinni hér að neðan.