Alþjóðlegt átak um endurvinnslu raftækja

International E-Waste Day

14. sep. 2018

https://www.facebook.com/events/299519657530832/

Dagana 8. til 14. október fer fram alþjóðlegt átak í söfnun raftækja en ljóst er að þau skila sér í allt of litlum mæli til endurvinnslu.

Laugardaginn 13. október verður sérstakur átaksdagur þar sem fólk er hvatt til að koma með raftæki í endurvinnslu og framvegis verður um alþjóðlegan árlegan viðburð að ræða.

Átakið er sett af stað að frumkvæði WEEE Forum og verður haldið í 20 löndum og af um 40 aðilum til þess að vekja athygli á endurvinnslu raftækjaúrgangs og hvetja neytendur til að skila raftækjum. 

WEEE-forum eru alþjóðleg samtök aðila sem fara með framleiðendaábyrgð vegna raf- og rafeindatækjaúrgangs. Úrvinnslusjóður er í samtökunum og nýtur góðs af þeirri miklu þekkingu sem þar er. 

Talið er að um 50 milljón tonn af raftækjaúrgangi falli til á heimsvísu á árinu 2018. Einungis 20% af raftækjaúrgangi í heiminum er endurunnið sem þýðir að 40 milljónir tonna fara annað hvort í urðun, brennslu eða er meðhöndlað á óásættanlegan hátt. Samt er 66% af íbúum heimsins með löggjöf um raftækjaúrgang. 

Það er gríðarlegt tap verðmætra og sjaldæfra efna sem falla úr hringrásinni þegar ekki er staðið rétt að meðhöndlun og endurvinnslu þeirra. Auk þess eru ýmis hættuleg efni í raftækjum sem þarf að meðhöndla og farga á réttan hátt. 

Sífellt er verið að herða kröfurnar um að endurvinnsla tækjanna verði sérhæfðari raftækjaendurvinnsla til að ná betur til baka málmum og sjaldgæfum jarðarefnum sem eru ýmist til í litlu magni eða mjög erfitt að vinna þau úr jörðu. Endurvinnsla efna sem þarf ekki að vinna úr námum er hagkvæm umhverfislega, félagslega og efnahagsle