Breytingar á endurgjaldi

08. jan. 2025

Stjórn Úrvinnslusjóðs hefur samþykkt breytingar á endurgjaldi fyrir nokkra vöruflokka.

Á fundi stjórnar Úrvinnslusjóðs þann 18. desember sl. voru eftirfarandi breytingar á endurgjaldi samþykktar:

  • Fyrir endurvinnslu á perum, úr 93 í 265 kr./kg
  • Fyrir endurvinnslu á hjólbörðum hækkar úr 70 í 84 kr./kg
  • Fyrir endurvinnslu á litlum raftækjum hækkar úr 72 í 108 kr./kg
  • Fyrir endurvinnslu á stórum raftækjum hækkar úr 17 í 22 kr./kg
  • Fyrir endurvinnslu á upplýsingatækni- og fjarskiptatækjum hækkar úr 18 í 27 kr./kg
  • Fyrir endurvinnslu á skjáum hækkar úr 97 í 136 kr./kg
  • Fyrir endurvinnslu á iðnaðarrafhlöðum hækkar úr 5 í 10 kr./kg
  • Fyrir endurvinnslu á startrafhlöðum hækkar úr 5 í 10 kr./kg
  • Fyrir endurvinnslu á færanlegum lithium rafhlöðum hækkar úr 329 í 650 kr./kg
  • Fyrir endurvinnslu á óflokkuðum færanlegum rafhlöðum hækkar úr 288 í 375 kr./kg.

Breytingarnar gilda frá og með 1. janúar 2025