Breytingar á úrvinnslugjaldi

Lagabreytingar sem tóku gildi um áramót - yfirlit

08. jan. 2025

Þann 1. janúar sl. breyttust fjárhæðir úrvinnslugjalds á nokkra vöruflokka, bæði til hækkunar og lækkunar.  

Umbúðir:
Úrvinnslugjald á umbúðir úr pappír og pappa hækkar úr 42 kr./kg í 65 kr.
Úrvinnslugjald á umbúðir úr viði hækkar úr 10 kr./kg í 15 kr./kg.
Úrvinnslugjald á og umbúðir úr plasti lækkar úr 82 kr./kg í 65 kr./kg.
Heýrúlluplast:
Úrvinnslugjald sem lagt er á heyrúlluplast lækkar úr 82 kr./kg í 65 kr./kg. 
Olíuvörur:
Úrvinnslugjald á smurolíur hækkar úr 70 kr./kg í 73 kr./kg.
Lífræn leysiefni:
Úrvinnslugjald á leysiefni lækkar annars vegar úr 26 kr./kg í 15 kr./kg og hins vegar úr 150 kr./kg í 75 kr./kg.
Ísócýanöt:
Úrvinnslugjald á ísócýanöt og pólyúretön lækka úr 8 kr./kg í 5 kr./kg.
Málning:
Úrvinnslugjald á málningu lækkar úr 50 kr./kg í 45 kr./kg.
Prentlitir:
Úrvinnslugjalda lækkar úr 40 kr./kg í 25 kr./kg. Jafnframt lækkar álagning á prentliti í umbúðum stærri en 800 kg og er 5 kr./kg.
Færanlegar rafhlöður:
Úrvinnslugjald á færanlegar rafhlöður og rafgeyma undir 5 kg lækkar um 15%.
Rafhlöður og rafgeymar fyrir vélknúin ökutæki:
Úrvinnslugjaldi á rafhlöður og rafgeyma fyrir vélknúin ökutæki lækkar um 25%.
Iðnaðarrafhlöður og iðnaðarrafgeymar:
Úrvinnslugjald á iðnaðarrafhlöður og iðnaðarrafgeyma lækkar um 50%.
Raf- og rafeindatæki:
Úrvinnslugjald á lítil raf- og rafeindatæki lækkar um 20%, úr 30 kr./kg í 24 kr./kg.
Úrvinnslugjald á kælitæki lækkar um 20% úr 47 kr./kg í 38 kr./kg .
Úrvinnslugjald á skjái lækkar um 20% og 70 kr./kg í 56 kr./kg.
Álagning hefst á sólarsellur, en úrvinnslugjald á þær er 5 kr./kg.

Að auki gjöld á hjólbarða samræmd m.t.t. þyngdarflokka.