Breytt endurgjald fyrir blandaðar heimilislegar plastumbúðir
Nýjar leiðir í endurvinnslu leiða hækkaðs endurvinnsluhlutfalls og breytinga á endurgjaldi Úrvinnslusjóðs.
Á stjórnarfundi Úrvinnslusjóðs þann 3. apríl sl. var ákveðið að breyta endurgjaldi fyrir endurunnið efni innan vöruflokksins blandaðar heimilislegar plastumbúðir (PLABPH) sem er sent til flokkunarverksmiðju Stena í Svíþjóð. Fyrir breytinguna var endurgjaldið 185 kr./kg fyrir efni sem fer í endurvinnslu, en verður 160 kr./kg frá og með 1. apríl 2025. Endurgjald fyrir orkuendurnýtingu er óbreytt, 60 kr./kg.
Mun meira fer nú til endurvinnslu af flokkuðum heimilislegum plastumbúðum en áður. Forsendur endurgjaldsins eins og það var fyrir 1. apríl voru þær að að meðaltali um 40% af óflokkuðum plastumbúðum frá heimilum endaði í endurvinnslu eftir flokkun. Vegna nýrra leiða sem Stena nýtir til að senda flokkað plast til endurvinnslu hefur þetta hlutfall hækkað og er nú að meðaltali 60%. Það hækkaði greiðslur Úrvinnslusjóðs til þjónustuaðila umtalsvert, án þess að nýr kostnaður hafi komið á móti.
Meðaltalsendurgjald til þjónustuaðila fyrir hvert kg af óflokkuðum heimilislegum plastumbúðum var 110 kr. fyrir breytinguna en verður 120 kr./kg. frá og með 1. apríl. Breytt endurgjald tekur þannig tillit til hækkandi flutningskostnaðar ásamt hækkunum á kostnaði við meðhöndlun efnisins hér á landi.