Upplýsingar vegna framleiðendaábyrgðar

28. des. 2022

Upplýsingar um stöðu gagnvart tölulegum markmiðum fyrir árið 2021 um söfnun, undirbúning fyrir endurnotkun, endurvinnslu og endurnýtingu 

Nánar er fjallað um markmið um söfnun og endurvinnslu í starfsskýrslu Úrvinnslusjóðs fyrir árið 2021 í kafla 1.4
Í töflu hér að neðan er hlutfall raf‐ og rafeindatækjaúrgangs sem er endurunnið og alls endurnýtt árið 2021. Notaðar eru upplýsingar frá öllum ráðstöfunaraðilum í öllum flokkum. Þessar upplýsingar eru ekki mjög ítarlegar en unnið er að því að bæta gæði þeirra með samvinnu við ráðstöfunaraðila. Endurnýtingar og endurvinnsluhlutföll eru skráð með fyrirvara vegna þessa. Endurvinnsla er magn sem er endurunnið og endurnotað (skv. upplýsingum ráðstöfunaraðila) sem hlutfall af söfnuðu magni í hverjum flokki. Endurnýting er magn sem er endurnýtt, þ.m.t. magn sem er endurunnið og endurnotað, sem hlutfall af söfnuðu magni í hverjum flokki. Söfnunarhlutfall hvers árs er hlutfall af því magni sem safnað er á árinu deilt með meðalmagni sem sett var á markað þrjú undangengin ár. [söfnun/sett á markað (meðaltal 2018‐2020).


Upplýsingar um álagt úrvinnslugjald á hverja einingu eða á hvert tonn af vöru sem sett er á markað. [kr/kg = þús.kr/tonn]
Í 3. og 4. gr. laga um úrvinnslugjald er kveðið á um að leggja skuli úrvinnslugjald á tilteknar vörur til að stuðla að úrvinnslu úrgangs. Fjárhæð úrvinnslugjalds skal taka mið að áætlun um kostnað við úrvinnslu úrgangsins. Fyrir raftæki og umbúðir skal upphæð gjaldsins taka mið af áætlun um þær greiðslur sem bjóða þarf til að ná tilskildum árangri hvað varðar markmið. Vörum er skipt í vöruflokka (uppgjörsflokka) sem eiga að vera fjárhagslega sjálfstæðir. Stjórn Úrvinnslusjóðs gerir tillögu til ráðherra sem fer með tekjuöflun ríkisins um breytingar á fjárhæðum úrvinnslugjalds. Í töflunni er yfirlit yfir álagt úrvinnslugjald og breytingar á því árin 2021 til 2023.

Sjá kafla 1.5 í starfsskýrslu Úrvinnslusjóðs fyrir árið 2021.

Upplýsingar um samninga við aðila um meðhöndlun úrgangs.  Fjöldi virkra þjónustu- og ráðstöfunaraðila 2018-2021
Þjónustuaðilar vinna á grundvelli samnings og skilmála sem Úrvinnslusjóður setur. Þjónustuaðili getur sinnt fleiri en einum vöruflokki. Úrvinnslusjóður gerir ekki samninga við ráðstöfunaraðila en samþykkir þá og hefur eftirlit með ráðstöfun til þeirra skv. skilmálum.
Á heimasíðu Úrvinnslusjóðs má sjá hvaða þjónustuaðilar hafa gert samning við Úrvinnslusjóð ásamt lista yfir ráðstöfunaraðila.
https://www.urvinnslusjodur.is/fyrir-thjonustuadila/thjonustuadilar/
https://www.urvinnslusjodur.is/fyrir-thjonustuadila/radstofunaradilar

Í gildi er samningur milli stjórnar Úrvinnslusjóðs og SFS um veiðarfæri sem innihalda gerviefni, frá árinu 2005, og samningur milli stjórnar Úrvinnslusjóðs, Olíudreifingar og Skeljungs um olíuvörur frá árinu 2019. Báðir samningar byggja á heimild í 3. mgr. 8. gr. laga nr. 162/2002.
Auk samnings um veiðarfæri sem innihalda gerviefni milli stjórnar Úrvinnslu-sjóðs og SFS frá árinu 2005 og samninga við þjónustuaðila á grundvelli skilmála hér að ofan hefur stjórn Úrvinnslusjóðs gert samninga við prentsmiðjurnar Landsprent og Ísafold um endurnýtingu eigin prentlitaúrgangs sbr. heimild í 4. mgr. 15. gr. laga nr. 162/2002.
Sjá kafla 1.3, 1.6 og 1.7 í starfsskýrslu Úrvinnslusjóðs fyrir árið 2021.