Fundur um greiðslur til sveitarfélaga
Úrvinnslusjóður boðar til Teams fundar í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga þann 4. nóvember nk. kl. 14:00-15:00.
Greiðslur vegna söfnunar á víðavangi og fyrirkomulag greiðslna fyrir sérstaka söfnun á fyrri hluta árs 2025.
Fundað verður með tæknimönnum sveitarfélaga til að ræða ofangreind málefni.
Sandra Brá Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs og Gunnlaug Einarsdóttir verkefnastjóri munu kynna fyrirkomulag við greiðslur vegna hreinsunar á plastvörum á víðavangi og úr ruslabiðum fyrir árin 2023 og 2024, en þetta fyrirkomulag var einnig kynnt sveitarfélögunum bréflega þann 26. september 2024.
Einnig verður kynnt breytt fyrirkomulag á greiðslum fyrir sérstaka söfnun á fyrri hluta ársins 2025. Um er að ræða tímabundið fyrirkomulag með það fyrir augum að auka afgreiðsluhraða á greiðslum til sveitarfélaga.
Gefinn verður kostur á fyrirspurnum.
Smelltu hér til að tengjast fundinum.
Ekki er þörf á að skrá sig sérstaklega.