Höldum hreinu - Vitundarvakning um rusl á víðavangi

24. júl. 2024

Úrvinnslusjóður hefur hrint af stað herferð sem miðar að aukinni vitundarvakningu um skaðsemi þess að skilja eftir blautþurrkur og umbúðir í náttúrunni. Þetta er samfélagsverkefni sem við vonum að fái góða dreifingu og vinnum að samstarfi við ýmsa mikilvæga aðila í því skyni.

Við höfum útbúið stutt myndbönd sem við hlökkum til að sjá í birtingu á samfélagsmiðlum, á helstu stoppustöðvum ferðamanna  og hjá hagsmunaaðilum.

Vilt þú leggja okkur lið? Þá má endilega deila efninu okkar.  Fylgdu okkur hér til að fylgjast með og deila:

Instagram

Facebook

Youtube

Sendu okkur línu á  irf@irf.is til að fá aðgang að efninu beint, t.d. til að setja á upplýsingaskjái eða birta á eigin miðli.