Nýr framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs
Sandra Brá Jóhannsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs frá 1. október nk. Tuttugu og sjö umsækjendur voru um stöðuna. Þrír umsækjanda drógu umsókn sína til baka á ráðningartímabili. Valnefnd var stjórn Úrvinnslusjóðs til ráðgjafar við mat á umsækjendum.
Sandra Brá lauk BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 2005 og MBA gráðu frá Háskóla Íslands árið 2009. Hún hefur starfað sem sérfræðingur hjá Orkustofnun, sveitarstjóri Skaftárhrepps, verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð og skrifstofu- og fjármálastjóri hjá Víkurprjóni.