Opnun nýrrar vefþjónustugáttar og vefs fyrir skilagreinar

Kynningarfundur verður haldinn þann 9. janúar nk.

02. jan. 2025

Úrvinnslusjóður opnar nýja vefgátt og skilagreinavef. Skilagreinum með söfnunar- og ráðstöfunarlínum dagsettum frá og með 1. janúar 2025 á að skila í gegnum nýja kerfið.

Frá og með janúarmánuði 2025 tökum við í notkun nýtt fyrirkomulag á móttöku skilagreina frá þjónustuaðilum. Skilagreinum verður framvegis veitt móttaka í vefþjónustugátt (webApi) sem þjónustuaðilar geta tengst beint úr innri kerfum sínum. Hluti af þessu fyrirkomulagi er nýtt vefkerfi þar sem þjónustuaðilar geta skráð sig inn og slegið beint inn söfnunar- og ráðstöfunarfærslur úrgangs.

Kynningarfundur verður haldinn með þjónustuaðilum þann 9. janúar nk. þar sem nánar verður farið yfir innleiðingu og virkni hins nýja fyrirkomulags. Fundurinn verður á Teams og hefst kl. 13:00. 

Helst þarf að hafa í huga að:

  • Til að nota vefþjónustugáttina þarf þjónustuaðili að aðlaga tölvu- eða fjárhagskerfi sín að gáttinni. 
  • Ekki er þörf neinnar aðlögunar til að nýta vefkerfið. Til að fá aðgang að því þarf að hafa samband við sjóðinn og tilgreina netföng þeirra starfsmanna sem sjá um vinnslu skilagreina.
  • Hægt er að nota hvora leiðina sem er, eða þær báðar samhliða. 
  • Sótt er um aðgang á urvinnslusjodur@urvinnslusjodur.is.

Hvaða gögn og hvenær:

  • Öllum skilagreinum með söfnunar- og ráðstöfunarlínum dagsettum fyrir áramótin, þ.e. til og með 31. desember 2024, skal skila í gegnum venjulega skilagreinaformið.
  • Skilagreinar með söfnunar- og ráðstöfunarlínum dagsettum frá og með 1. janúar 2025 á að skila í gegnum nýja kerfið.
  • Vinnulag við ráðstöfunarskilagreinar breytist þannig að fylgigögnum með ráðstöfunarskilagreinum (annexar o.þ.h.) skal hlaða upp í nýja kerfið þegar skilagreinin er útbúin en ekki með reikningi í vefkerfi Fjársýslunnar eins og nú er gert.

Unnið er að því með Fjársýslunni að tengja nýja kerfið við greiðslubeiðnakerfi Fjársýslunnar. Gert er ráð fyrir að sá hluti kerfisins verði innleiddur á fyrsta ársfjórðungi nýs árs. Greiðslur fyrir ráðstöfun og flutningsjöfnun munu þá verða sjálfvirkar, þegar skilagrein hefur verið samþykkt hjá sjóðnum.

Við hvetjum þjónustuaðila til að taka þátt í fundinum þann 9. janúar.