Stjórn Úrvinnslusjóðs fagnar úttekt Ríkisendurskoðunar
Þann 31. maí sl. samþykkti Alþingi skýrslubeiðni níu alþingismanna um úttekt ríkisendurskoðenda á starfsemi Úrvinnslusjóðs. Að gefnu tilefni skal tekið fram að stjórn Úrvinnslusjóðs fagnar fyrirhugaðri úttekt Ríkisendurskoðunar á starfsemi sjóðsins og lýsir sig reiðubúna að vinna með stofnuninni að verkefninu. Að mati stjórnarinnar gefst þar kjörið tækifæri til að koma sjónarmiðum um bætta úrvinnslu úrgangs á framfæri og fá úttekt óháðs aðila á því hvað megi gera betur til þess að bæta núgildandi kerfi. Komi fram athugasemdir af hálfu ríkisendurskoðenda mun sjóðurinn að sjálfsögðu leggja sig fram um að vinna að úrbótum. Að lokum skal bent á að skýrslur um starfsemi Úrvinnslusjóðs er að finna á vef sjóðsins. Á vefnum er einnig að finna svör við algengum spurningum sem berast sjóðnum.