Raftæki
Úrvinnslusjóður hefur það verkefni að tryggja söfnun og meðhöndlun raf- og rafeindatækjaúrgangs. Sjóðnum ber einnig að ná tölulegum markmiðum um söfnun, undirbúning fyrir endurnotkun, endurvinnslu, endurnýtingu og förgun raf- og rafeindarækjaúrgangs.
Um raf- og rafeindatækjaúrgang fer samkvæmt reglugerð nr. https://island.is/reglugerdir/nr/1061-2018
Raf- og rafeindatækjum er skipt upp í sex flokka sem safna skal aðskildum:
- Varmaskiptatæki
- Skjáir og tæki með skjám með yfirborð sem er stærra en 100 sm²
- Perur
- Stór tæki
- Lítil tæki
- Lítil upplýsingatækni- og fjarskiptatæki (ekkert ytra mál er yfir 50 sm)
Til að standa undir kostnaði við skipulega söfnun og endurvinnslu raf- og rafeindatækjaúrgangs er lagt sérstakt úrvinnslugjald skv.
lögum.
Úrvinnslugjald er lagt á raf- og rafeindatæki við innflutning eða við innlenda framleiðslu af Skattinum. Álagningin er ákvörðuð með tollnúmerum sem kveðið er um í viðauka XIX
í lögum um úrvinnslugjald.
Úrvinnslusjóður hefur sett skilmála fyrir þá sem óska eftir því að vinna við meðhöndlun raf- og rafeindatækjaúrgangs.