Pappi og pappír

Úrvinnslugjald er lagt á hvert kg af umbúðum gerðum úr pappa, pappír og plasti. Gjaldið er lagt á hvort sem umbúðirnar eru einar og sér eða utan um vörur sem fluttar eru til landsins. 

Úrvinnslugjaldið er notað til að greiða fyrir meðhöndlun umbúðanna og endurnýtingu eftir að þær hafa þjónað upphaflegum tilgangi sínum.

Gögn fyrir þjónustu- og ráðstöfunaraðila

Ýmis gögn fyrir þá sem annast þjónustu fyrir Úrvinnslusjóð vegna endurnýtingar umbúða úr bylgjupappa, slétts pappa og pappírs

Skilmálar fyrir þjónustu- og ráðstöfunaraðila

Umsóknareyðublöð og samningsform

Greiðslur

Allar upplýsingar um greiðslur Úrvinnslusjóðs eru í skilagreinaformi. Nauðsynlegt er að sækja nýjasta skilagreinaformið áður en reikningur er gerður svo að verðskrá sé rétt.

Skilagreinar og verðskrá